1.10.2008 | 09:05
Kominn tími á nýtt blogg.
Jæja, ekki búið að heyrast frá mér lengi, þannig að nú er kominn tími til. Það er ýmislegt búið að gerast hjá okkur, og það helsta er að við erum flutt í Hnífsdalinn. Það eru allir nokkuð ánægðir með lífið, sérstaklega Óskar, en það er eins og hann sé kominn í paradís ;)
Við Kristín erum bæði byrjuð í námi við Háskólann á Akureyri. Hún þarf að mæta næstum alla virka daga í skólann, en ég bara tvo í viku, þannig að ég er að byrja að svipast um eftir einhverju til að vinna með. Þarf samt að mæta norður einu sinni í mánuði samt.
Jæja, gott í bili :)
Athugasemdir
Það er gott að hafa ykkur í nágrenninu. Velkomin
Laufey Eyþórsdóttir, 1.10.2008 kl. 22:41
hæ aftur - ég var bara farinn að halda að þú hefðir gleymt því að þú værir með blogsíðu.
Eyþór Örn Óskarsson (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 22:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.