Bergvin

Við búum í Hnífsdal í dag og ætlum að vera þar áfram.  Við erum, í aldursröð, Kristín, ég, Svanna, Óskar, Siggi, Bubbi, Gerður og Hilmar.

Kristín er Hafnfirðingur í húð og hár.  Hún á 3 önnur börn.  Helgu, Svavar og Elvu.  Helga býr með Fúsa, manninum sínum, og Kristni syni sínum í Kópavogi.  Svavar og Elva búa hjá pabba sínum. 

Þrátt fyrir að ég telji mig Ísfirðing í húð og hár, þá er ég fæddur í Reykjavík í desember 1970.

Staðir sem ég hef búið á (í réttri röð): Ytri Njarðvík, Seltjarnarnes, Hafnarfjörður, Reykjavík, Ísafjörður, Hnífsdalur, Ísafjörður, Hnífsdalur, Hafnarfjörður, Suðureyri, Ísafjörður, Akranes og svo í Hnífsdal núna.  Hef sem sé stoppað stutt við allsstaðar nema á Ísafirði, wonder why .

Mitt augljósasta afrek er að eiga börnin mín sem ég hef gegnum tíðina dröslað með mér flest það sem ég hef farið.  Leif fékk ég í forgjöf, en hann er fæddur 1988.  Síðan kom Svanna 1994, Siggi 1996, Bubbi 1997, og loks Gerður 1999.

Þá að atvinnumálum.  Þegar ég hætti á sjónum 2000 byrjaði ég að vinna sem verslunarstjóri hjá Bónus.  Stoppaði þar í 6 ár, fór svo að vinna í álveri Norðuráls á Grundartanga, síðan í Hyrnunni í Borgarnesi, og núna stunda ég nám frá Háskólanum á Akureyri og á eftir að finna mér eitthvað að gera með því.

Ragna býr í Hafnarfirði og tekur krakkana öðru hvoru.

Leifur er búinn að vera að vinna á Húsafelli, en er núna að flytja til Reykjavíkur. 

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband